Enn mögulegt að fá sumarhús í sumar

Birkihlíð er tveggja hæða orlofshús í Munaðarnesi.

Enn eru tvær helgar og tvær vikur lausar í Birkihlíð, orlofshúsi BSRB, þetta sumarið. Félagar í öllum aðildarfélögum bandalagsins geta sótt um að fá þessu eina sumarhúsi sem bandalagið á úthlutað.

Birkihlíð er orlofshús á tveimur hæðum sem staðsett er í Munaðarnesi í Borgarfirðinum um 20 km fyrir utan Borgarnes, skammt frá Bifröst. Það er með sólpalli, heitum potti og öllum hefðbundnum búnaði. Frekari upplýsingar um húsið má finna hér.

Þeir sem vilja skella sér í sveitasæluna geta valið um helgarnar 24. til 26 maí og 7. til 10. júní (hvítasunnuhelgin) og vikurnar 21. til 28. júní og 28. júní til 5. júlí. Þeir sem hafa áhuga á að sækja um geta haft samband við Ásthildi Torfadóttur með því að senda póst á asthildur@bsrb.is.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?