Fáðu fréttabréf BSRB í tölvupósti

Rafrænt fréttabréf BSRB kemur út mánaðarlega með helstu fréttum úr starfsemi bandalagsins.

BSRB beitir sér fyrir ýmsum mikilvægum málefnum sem varða félagsmenn aðildarfélaga bandalagsins miklu. Meðal þeirra málaflokka þar sem BSRB hefur látið til sín taka eru atvinna, efnahagsmál, velferðarkerfið, húsnæðismál, jafnrétti og fleira.

Við segjum reglulega fréttir frá starfsemi bandalagsins og sendum út rafræn fréttabréf mánaðarlega fyrir þá fjölmörgu sem vilja fylgjast með því sem hæst ber hverju sinni. Það er auðvelt að skrá netfang á póstlistann okkar. Skráningareyðublaðið er á forsíðunni á vef okkar, bsrb.is. Hægt er að skoða eldri fréttabréf á síðunni Útgefið efni.

Við hvetjum einnig þá sem vilja fylgjast með til að fara inn á Facebook-síðu BSRB og líka við hana. Þar birtast oft í viku fréttir frá bandalaginu, greinar sem forsvarsmenn skrifa í fjölmiðla og fleira sem félagar í aðildarfélögum BSRB og aðrir sem hafa áhuga á að fylgjast með þjóðfélagsumræðunni ættu ekki að láta framhjá sér fara.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?