BSRB eru stærstu heildarsamtök starfsfólks í almannaþjónustu á Íslandi. Hlutverk okkar er að fara með forystu í hagsmuna- og réttindabaráttu starfsmanna í almannaþjónustu og stuðla að bættu velferðarsamfélagi.
Stöðugleikaregla verður ekki innleidd án sjálfbærni ríkisfjármála
BSRB hefur skilað inn umsögn í samráðsgátt um áform fjármála- og efnahagsráðherra um innleiðingu stöðuleikareglu í lög um opinber fjármál. Reglunni er, eins og nafnið gefur til kynna, ætlað að stuðla betur að stöðugleika en BSRB bendir á að til að svo geti orðið þurfi rekstur ríkissjóðs að vera sjálfbær þegar reglan er innleidd.