Stefna BSRB grundvallast á þeirri hugmyndafræði að öflug almannaþjónusta sé ein af grunnstoðum velferðarsamfélagsins og forsenda verðmætasköpunar.
Brýnt að bæta starfsaðstöðu slökkviliðsmanna vegna krabbameinshættu
Störf slökkviliðsmanna hafa frá og með deginum í dag verið skilgreind krabbameinsvaldandi af hálfu undirdeildar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (IARC). Landssamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna (LSS) telur brýnt að íslensk stjórnvöld taki á málum af festu til að bæta starfsaðstöðu og beiti öllum ráðum til að draga úr hættu á starfstengdu krabbameini. Sambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu um málið.