BSRB eru stærstu heildarsamtök starsfólks í almannaþjónustu á Íslandi. Hlutverk okkar er að fara með forystu í hagsmuna- og réttindabaráttu starfsmanna í almannaþjónustu og stuðla að bættu velferðarsamfélagi.
Konur draga úr launaðri vinnu til að sinna ólaunuðum störfum innan veggja heimilisins
Konur minnka í mun meiri mæli starfshlutfall sitt til að samræma betur vinnu og heimilislíf, lengja frekar fæðingarorlof og bera mun meiri ábyrgð á samskiptum við skóla barna samkvæmt niðurstöðu spurningakönnunar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins meðal foreldra á Íslandi.