Konur á Íslandi vinna ókeypis eftir klukkan 15:10!

Leiðréttum skakkt verðmætamat kvennastarfa strax!

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna voru meðalatvinnutekjur kvenna 77,2 prósent af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 22,8 prósent lægri atvinnutekjur að meðaltali.

Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 6 klukkustundir og 10 mínútur miðað við fullan vinnudag frá klukkan 9 til 17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið klukkan 15:10.

Ný skýrsla forsætisráðherra sem unnin var í kjölfar loforðs stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga aðildarfélaga BSRB afhjúpar kerfisbundið vanmat á störfum sem konur vinna. BSRB hefur beitt sér fyrir leiðréttingu á þessu skakka verðmætamat og mun halda áfram að berjast fyrir leiðréttingu á launum svokallaðra kvennastétta þar til henni verður náð fram!

Hér má finna frekari umfjöllun um skýrslu um skakkt verðmætamat. Skýrsluna sjálfa má lesa hér.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?