Ársskýrsla BSRB komin á netið!

Meðal efnis skýrslunnar er ítarleg umfjöllun um 46. þingi BSRB, helstu málefni og verkefni formannaráðs, stjórnar og skrifstofu. Þá er farið yfir helstu verkefni sem unnið hefur verið að frá þinginu.

Á meðal þeirra málaflokka sem fjallað er um eru verkefni bandalagsins tengd styttingu vinnuvikunnar, húsnæðismálum og kjaramálum. Þá er fjallað um starfsumhverfi opinberra starfsmanna, jafnréttismál og kynningarmál svo eitthvað sé nefnt.

Skýrsla stjórnar er aðgengileg öllum hér á vef bandalagsins. Eldri skýrslur stjórnar má finna á síðunni Útgefið efni þar sem einnig má finna fréttabréf, bæklinga, skýrslur og annað efni sem bandalagið hefur sent frá sér nýverið.

Skýrslu stjórnar má lesa í heild sinni hér.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?