BSRB varar við óbreyttri efnahagsstefnu í umsögn í samráðsgátt
BSRB hvetur nýja ríkisstjórn til að setja sér metnaðarfull markmið um framúrskarandi opinbera þjónustu í umsögn í samráðsgátt stjórnvalda. Í umsögninni leggur BSRB áherslu á að hagræðingarkrafa í ríkisrekstri hafi í áratugi leitt til vanfjármögnunar á opinberri þjónustu og félagslegs óstöðugleika. Þess í stað þurfi að fjármagna þjónustuna með markvissri tekjuöflun og hætta viðvarandi niðurskurði sem hefur skaðað gæði þjónustu og starfsaðstæður opinberra starfsmanna.
24. jan 2025