Aðgangur að vatni sjálfsögð mannréttindi

Þó Íslendingar njóti þess að eiga nóg af hreinu vatni er staðan önnur víða um heim.

Aðgengi að hreinu og góðu drykkjarvatni, beint úr krananum, telst sjálfsagt mál á Íslandi en það er ekki svo víða um heim. BSRB hefur, eins og önnur samtök launafólks víða um heim, barist fyrir því að óhindrað aðgengi almennings að neysluvatni séu hluti af sjálfsögðum mannréttindum.

Til að svo megi verða þarf að tryggja að eignarhald á vatni skuli vera samfélagslegt og nýting þess sjálfbær. Þetta ætti að binda í stjórnarskrá. Víða í heiminum er vatn orðið eins og hver önnur verslunarvara með síaukinni einkavæðingu vatnsveita.

BSRB telur að vatnsveitur ætti að reka á félagslegum grunni og taka mið af almannahagsmunum til að tryggja rétt einstaklinga til nægilegs hreins vatns til drykkjar og hreinlætis á viðráðanlegu verði. Eins og fram kemur í stefnu bandalagsins í umhverfismálum, sem mótuð var á þingi BSRB haustið 2015, þarf bæði að tryggja að auðlindir landsins verði í almannaeigu og að aðgengi almennings að hreinu drykkjarvatni sé tryggður.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?