Aðalfundur BSRB 2025 fer fram fimmtudaginn 15. maí kl. 10:00 í BSRB-húsinu, Grettisgötu 89. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.
Þar á meðal er kynning á skýrslu stjórnar. Meðal efnis skýrslunnar er ítarleg umfjöllun um 47. þing BSRB sem haldið var á starfsárinu, helstu málefni og verkefni formannaráðs, stjórnar og skrifstofu. Þá er farið yfir öll helstu verkefni sem unnin hafa verið frá síðasta aðalfundi sem var í maí 2024.
Skýrsla stjórnar er aðgengileg öllum á vef bandalagsins. Eldri skýrslur má finna á svæðinu Útgefið efni sem og fréttabréf, bæklinga, skýrslur og annað sem bandalagið hefur sent frá sér nýverið.
Hér má lesa skýrslu stjórnar í heild sinni