Kynning á kjarasamningum 2020 - Skil milli vinnu og einkalífs

Stytting vinnuvikunnar er stór áfangasigur fyrir BSRB, en einn af ávinningum styttri vinnuviku er bætt andleg, líkamleg og félagsleg heilsa starfsfólks. Styttri vinnuvika bætir samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs, en samhliða styttri vinnutíma er nauðsynlegt að setja ákveðin skil milli vinnu annars vegar og einkalífs hins vegar. Af þeim sökum bætist nú ný grein inn í kafla kjarasamnings um aðbúnað og hollustuhætti. 

 

Hér að neðan má sjá kynningarmyndband þar sem farið er yfir helstu atriðin um þennan efnisþátt ásamt hlekk til að hlaða niður glærum sem farið er yfir í myndbandinu. Því er svo fylgt eftir með ítarlegri upplýsingum í textanum þar fyrir neðan.

 

 

Aðbúnaður og hollustuhætti

Í nýrri grein um aðbúnað og hollustuhætti kemur fram að starfsfólk eigi að geta sinnt reglubundnum störfum sínum innan hefðbundins vinnudags og að mikilvægt sé að stofnanir setji sér viðverustefnu þar sem skerpt er á þessum skilum.

Í viðverustefnu ætti þannig að taka fram hvenær rétt sé að hafa samband við starfsfólk utan hefðbundins dagvinnutíma, hvaða starfsfólk hægt sé að hafa samband við og hvaða starfsfólk er ekki í þeirri stöðu. Með viðverustefnu ætti að setja skýrar línur um það hvaða málefni séu svo brýn að hægt sé að hafa samband við starfsmann utan dagvinnutímabils og hvaða málefni megi bíða til næsta vinnudags.

Ef starfsfólk þarf að sinna vinnu sinni utan hefðbundins vinnutíma, t.d. með símtali eða í gegnum tölvu, þarf að greiða sérstaklega fyrir vinnuframlagið. Það getur verið hvort sem er með yfirvinnu eða sérstöku útkalli, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Þetta á þó ekki við ef starfslýsing og ráðningarkjör viðkomandi starfsmanns gera ráð fyrir slíkri aukavinnu enda eiga launakjör þá að taka mið af því.

TIL BAKA Á KYNNINGARSÍÐU

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?