Kynning á kjarasamningum 2020

Kynning á efni kjarasamninga eru almennt á hendi aðildarfélaga BSRB. Í ljósi óvenjulegra aðstæðna í samfélaginu þessa dagana sem koma í veg fyrir fundi þar sem efni samninganna er kynnt félagsmönnum hefur BSRB útbúið kynningarefni fyrir þau mál sem félögin fólu bandalaginu að semja um fyrir sína hönd.

Hér að neðan er hægt að smella á efnisþætti til að sjá texta og stutt kynningarmyndband. Þar má einnig finna algengar spurningar og svör við þeim.

Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér þetta efni vel áður en atkvæði eru greidd um samningana.

Nánari upplýsingar um aðrar breytingar í nýgerðum kjarasamningum má nálgast á vefsíðum aðildarfélaganna og eru félagsmenn beðnir um að beina öllum fyrirspurnum um kjarasamningana til síns stéttarfélags. Lista yfir félögin með upplýsingum um vefi, símanúmer og netföng má finna hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?