Fréttasafn

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Maður gerir ekki lítið úr störfum annarra

Maður gerir ekki lítið úr störfum annarra

Formaður BSRB fór yfir staðreyndir um opinber störf, meinta fjölgun og launaþróun í Sprengisandi helgarinnar. Í þættinum ræðir hún við Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og tilvonandi ráðherra, sem sagði nýverið á opnum fundi að það versta við að verða þingkona væri að verða um leið opinber starfsmaður - upp á aðra komin.
Lesa meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Afvegaleiðing atvinnurekenda

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB stærstu samtaka launafólks á opinberum markaði, segir hagsmunasamtök atvinnurekenda og viðskipta kjósa að eyða tíma og fjármunum í að reyna að afvegaleiða umræðuna til að þjóna hagsmunum fyrirtækja sem hafa það að meginmarkmiði að greiða sér út sem mestan arð. Staðhæfingar þeirra um fjölgun og launaskrið opinberra starfsmanna standist ekki skoðun sé horft til greininga Fjármálaráðuneytisins, Kjaratölfræðinefndar, Hagstofunnar eða BSRB.
Lesa meira
Viltu styrkja þig í núverandi starfi eða leita á önnur mið?

Viltu styrkja þig í núverandi starfi eða leita á önnur mið?

Það er ljóst að tími mikilla breytinga er runninn upp á vinnumarkaði og þeirri þróun spáð áfram næstu árin. Samkvæmt framtíðarspám verður mest fjölgun í störfum við almenna umönnun, þjónustu við aldraða, í byggingariðnað og ferðaþjónustu, svo eitthvað sé nefnt, en á móti fækkar störfum í móttöku, afgreiðslu, bakvinnslu og almennum skrifstofustörfum.
Lesa meira
Helga Björg Ragnarsdóttir fjallar um virðismat og virðismatskerfi

Aukið jafnrétti kynjanna, meiri sanngirni og réttlæti í launum ávinningur af kröfum um launajafnrétti

BSRB stóð fyrir fundi um virðismat starfa með formönnum og starfsfólki aðildarfélaga sl. miðvikudag. Helga Björg Ragnarsdóttir og Rósa Björk Bergþórsdóttir hjá Jafnlaunastofu sveitarfélaga kynntu virðismat og virðismatskerfi, áskoranir við þróun virðismatskerfa og launasetningarmódel og leiddu að því loknu hópinn í verkefnavinnu.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?