Norræna rannsóknastofnunin um kyn og margbreytileika, NIKK hélt ráðstefnu um stöðu trans fólks á vinnumarkaði. Ráðstefnan var haldinn í kjölfar útgáfu skýrslu um stöðuna á öllum Norðurlöndunum. Farið var í verkefnið að frumkvæði Íslands þegar Ísland fór með formennsku í ráðinu.
Framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 kynnti sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum þann 24. október síðastliðinn, nákvæmlega einu ári eftir Kvennaverkfall og stærsta baráttufund Íslandssögunnar. Að viðburðinum stóðu tugir samtaka femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks.
Í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem fram fór í Reykjavík í lok október, var haldinn sérfræðingafundur með þátttakendum frá Norðurlöndunum og Þýskalandi þar sem fjallað var um launajafnrétti og virðismat kvennastarfa.