BSRB mótmælir harðlega þeirri forgangsröðun sem endurspeglast í breytingartillögum meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um tekjuöflunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem 7,7% hækkun gjalda á almenning er látin standa óbreytt á sama tíma og t.d. er fallið frá aukinni tekjuöflun vegna fiskeldis í sjó sem áætlað var að myndi skila 500 m.kr. í ríkissjóð á næsta ári.
"Staðan nú er sú að gæðum er misskipt, tugir þúsunda heimila eiga erfitt með að ná endum saman, 40% tekjulægstu fjölskyldnanna eiga nánast ekki neitt." Heiður Margrét Björnsdóttir, hagfræðingur BSRB fjallar um velsæld í nýjasta tímariti Sameykis.
Fyrir nokkru leitaði Starfsmannafélag Vestmannaeyja eftir aðstoð lögfræðinga BSRB vegna álitamáls sem hafði komið upp og varðaði starfskjör húsvarðar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem taldi sig hafa verið hlunnfarinn um árabil.
Á dögunum hlaut Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins styrk til að framkvæma rannsókn á stöðu foreldra á Íslandi með tilliti til möguleika þeirra til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Maya Staub, sérfræðingur hjá Vörðu – rannsóknastofnun vinnumarkaðarins fjallar um rannsóknina í nýjasta tímariti Sameykis.
Formannaráð BSRB kom saman til fundar í gær til að ræða áherslur bandalagsins í komandi kjaraviðræðum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB fór stuttlega yfir stöðuna í yfirstandandi kjaraviðræðum hjá almenna vinnumarkaðinum og því loknu voru erindi og umræður um áherslumál bandalagsins.
Stígamót bjóða körlum upp á ítarlegt námskeið, Bandamannanámskeið, um kynferðisofbeldi gegn konum, kynsegin einstaklingum og öðrum jaðarsettum hópum. Námskeiðið er hugsað fyrir karla sem hafa áhuga á að taka þátt í umræðunni gegn kynbundnu ofbeldi.
5. þingi Alþjóðsambands verkalýðsfélaga lýkur í dag. Í aðdraganda þingsins var lögð fram skýrsla um umönnunarstörf þar sem dregin er fram reynsla og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til innan sex landa. Þingið gerir þá kröfu að stjórnvöld meti umönnunarhagkerfið að verðleikum og viðurkenni vægi þess í heildarhagkerfinu. Stefnumótun á sviði efnahagsstjórnunar þurfi að taka mið af því.