Fréttasafn

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Nýr samfélagssáttmáli

Sonja Ýr Þorbergsdóttir. formaður BSRB segir í grein á Kjarnanum tíma til kominn að gera nýjan samfélagssáttmála þar sem jöfnuður og jafn­rétti sé í fyrsta sæti og end­ur­skoða þurfi hug­myndir okkar um verð­mæta­sköp­un. Á næsta ári losni kjara­samn­ingar meiri­hluta aðild­ar­fé­laga BSRB og þær áherslur sem verða í for­gangi í aðdrag­anda kjara­samn­ings­við­ræðna séu jöfnun launa milli mark­aða, end­ur­mat á virði kvenna­stétta og að stytt­ing vinnu­vik­unnar verði fest í sessi og fram­kvæmd hennar lag­færð.
Lesa meira
Gjöld hækkuð á launafólk en ekki atvinnulífið

Gjöld hækkuð á launafólk en ekki atvinnulífið

BSRB mótmælir harðlega þeirri forgangsröðun sem endurspeglast í breytingartillögum meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um tekjuöflunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem 7,7% hækkun gjalda á almenning er látin standa óbreytt á sama tíma og t.d. er fallið frá aukinni tekjuöflun vegna fiskeldis í sjó sem áætlað var að myndi skila 500 m.kr. í ríkissjóð á næsta ári.
Lesa meira
Velsæld fyrir alla

Velsæld fyrir alla

"Staðan nú er sú að gæðum er misskipt, tugir þúsunda heimila eiga erfitt með að ná endum saman, 40% tekjulægstu fjölskyldnanna eiga nánast ekki neitt." Heiður Margrét Björnsdóttir, hagfræðingur BSRB fjallar um velsæld í nýjasta tímariti Sameykis.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?