Fréttasafn

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Fjárfestum í umönnun

Fjárfestum í umönnun

5. þingi Alþjóðsambands verkalýðsfélaga lýkur í dag. Í aðdraganda þingsins var lögð fram skýrsla um umönnunarstörf þar sem dregin er fram reynsla og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til innan sex landa. Þingið gerir þá kröfu að stjórnvöld meti umönnunarhagkerfið að verðleikum og viðurkenni vægi þess í heildarhagkerfinu. Stefnumótun á sviði efnahagsstjórnunar þurfi að taka mið af því.
Lesa meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB

Húsnæðismál eru kjaramál

BSRB hefur, ásamt ASÍ, BHM og KÍ, lagt ríka áherslu á húsnæðismál nú í aðdraganda kjarasamninga enda er viðráðanlegur húsnæðiskostnaður ein af undirstöðum lífskjara launafólks. Samtökin hafa fylgt kröfum sínum eftir gagnvart stjórnvöldum og átt samráð um aðgerðir
Lesa meira
Fimmta þing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga

Nýr samfélagssáttmáli milli launafólks, stjórnvalda og fyrirtækja

Fimmta þing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC) fer nú fram í Melbourne Ástralíu undir yfirskriftinni Nýr samfélagssáttmáli, A New Social Contract. Meginverkefni þingsins er gerð stefnuyfirlýsingar til næstu fjögurra ára. Þar er lögð áhersla á þann lærdóm sem draga má af nýlegum efnahagslegum áföllum, áhrif tækninnar á störf, inngildandi verkalýðshreyfingu og réttlát umskipti í tengslum við loftslagsbreytingar.
Lesa meira
Þátttakendur á Kvennaþingi ITUC

Áhersla á jafnrétti og samstöðu á Kvennaþingi ITUC

Fjórða Kvennaþing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC) fór fram í Melbourne Ástralíu í gær. Í dag hófst svo þing ITUC sem stendur yfir í sex daga. Kvennaþingið er mikilvægur vettvangur kvenna innan verkalýðshreyfingarinnar á heimsvísu til að ræða og skipuleggja aðgerðir í þágu jafnréttis kynjanna, heilsujöfnuðar ásamt efnahagslegum og félagslegum jöfnuði.
Lesa meira
Fjórir nemendur í Háskóla Íslands unnu að gagnagrunninum um kjarasamninga með starfsfólki Ríkissátta…

Gagnagrunnur um kjarasamninga

Ríkissáttasemjari hefur opnað gagnagrunn á vef sínum www.rikissattasemjari.is þar sem hægt er að nálgast texta allra gildandi kjarasamninga á Íslandi og margskonar tölfræði um samningana og kjarasamningsgerðina. Tilgangurinn er að auðvelda launafólki og launagreiðendum og öðrum sem áhuga hafa á að fræðast um kjarasamninga aðgang að ítarlegum upplýsingum um gildandi kjarasamninga, að veita yfirlit yfir hvenær mismunandi samningar renna út og gefa innsýn í margskonar tölfræði varðandi kjarasamningagerðina.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?