Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum BSRB við viðsemjendur undanfarna daga. Verkföll aðildarfélaga hefjast að óbreyttu mánudaginn 9. mars.
Mikill meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna samþykkti boðun verkfalls í atkvæðagreiðslu dagana 18. til 21. febrúar.
Yfirgnæfandi meirihluti félaga í aðildarfélögum BSRB sem lokið hafa atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun samþykkti boðun verkfalls. Aðgerðir hefjast 9. mars.
Nú þegar styttist í að kjaraviðræður BSRB við ríki og sveitarfélög hafi staðið í heilt ár greiða félagsmenn aðildarfélaga bandalagsins atkvæði um verkföll.
Atkvæðagreiðsla aðildarfélaga BSRB sem semja við ríki og sveitarfélög fer fram dagana 17. til 19. febrúar. Samþykki félagsmenn aðgerðir hefjast þær 9. mars.