Nýr samfélagssáttmáli

Skoðun
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Á nýju ári bíður okkar það verk­efni að gera nýjan sam­fé­lags­sátt­mála. Sam­fé­lags­sátt­mála sem byggir á þeim lær­dómi sem draga má af heims­far­aldri kór­ónu­veirunnar og efna­hags­legum áföllum vegna hans og stríðs­ins í Úkra­ínu.

Á þingi Alþjóða­sam­bands verka­lýðs­fé­laga (IT­UC) á árinu var krafan um nýjan sam­fé­lags­sátt­mála und­ir­byggð þeim rökum að alþjóð­leg efna­hags­stefna hafi brugð­ist vinn­andi fólki og auk­inn ójöfn­uður og órétt­læti sé afleið­ing þess­arar úreltu stefnu. Stundin sé runnin upp fyrir nýjan sam­fé­lags­sátt­mála þar sem stjórn­völd hafa það að leið­ar­ljósi að setja fólk í for­grunn. Það sé for­senda lýð­ræð­is, jafn­rétt­is, jafnrar skipt­ingar gæða og þraut­seigj­unnar sem þarf til að bregð­ast við þeim áskor­unum sem við stöndum frammi fyr­ir.

Á síð­asta ári átti fjórða hvert heim­ili á Íslandi erfitt með að ná endum sam­an, það er áður en verð­bólga og vextir tóku að hækka. Það sama átti við um 52% ein­stæðra for­eldra. Leiða má líkum að því að þessi hópur hafi stækkað enda kaup­máttur rýrnað um rúm­lega fjögur pró­sent það sem af er þessu ári vegna hækk­andi verð­bólgu að ónefndum áhrifum vaxta­hækk­ana Seðla­bank­ans. Þessi staða nærir og við­heldur ójöfn­uði sem leiðir til auk­innar örvænt­ingar og reiði sem dregur úr trú á lýð­ræð­inu.

Heilsa í for­gang

Það blasir við að fyrsta skrefið í átt að nýjum sam­fé­lags­sátt­mála snýr að heilsu enda erum við nú að vinna úr tíma­bili þar sem við færðum fjöl­margar fórnir til að tryggja eigin heilsu og ann­arra í sam­fé­lag­inu vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Við nán­ast lok­uðum hag­kerfum heims­ins, við fórum varla út úr húsi og við breyttum öllum okkar dag­legu venjum að þessu sam­eig­in­lega mark­miði.

Góð heilsa snýst ekki ein­göngu um úrvals heil­brigð­is­þjón­ustu þegar hennar er þörf heldur hvernig við vinnum mark­visst að því að tryggja hana. Við vitum úr rann­sóknum Emb­ættis land­læknis að fjár­hags­legt óör­yggi, ónæg félags­vernd og skortur á öruggu hús­næði eru helstu áhrifa­þættir heilsu­ó­jöfn­uð­ar. Sömu­leiðis aukast líkur á þung­lyndi eftir því sem fólk býr við verri félags- og efna­hags­lega stöðu líkt og rann­sókn Vörðu – rann­sókn­ar­stofnun vinnu­mark­að­ar­ins leiddi í ljós. Þar kemur fram að efn­is­legur skortur var einn stærsti áhættu­þáttur þung­lynd­is­ein­kenna hjá launa­fólki hér á landi á tímum Covid-19. Það er í sam­ræmi við erlendar rann­sóknir sem benda til þess að félags- og efna­hags­legur ójöfn­uður hafi auk­ist í far­aldr­inum sem hefur nei­kvæð áhrif á and­lega heilsu fólks.

Í rann­sókn Vörðu er bent á að aðgerðir stjórn­valda til að tryggja afkomu og lífs­kjör fólks í Covid-krepp­unni hafi gengið of skammt með þeim afleið­ingum að mörg heim­ili upp­lifðu bæði fjár­hags­þreng­ingar og van­líð­an. Það sé því verk­efni stjórn­valda að tryggja öllum fram­færslu sem dugir fyrir lág­marks­neyslu­við­miðum óháð efna­hags­á­standi á hverjum tíma.

Ný for­gangs­röðun

Fjöl­mörg hafa bent á galla á ríkj­andi hug­mynda­fræði um efna­hags­stefnu stjórn­valda á heims­vísu. Þannig hefur Steph­anie Kelton hag­fræð­ingur bent á að hug­myndir okkar um skuldir séu rang­ar. Kelton færir rök fyrir því að end­ur­hugsa þurfi skuldir á þann veg að þær séu stra­tegísk fjár­fest­ing til fram­tíðar og vinda þannig ofan af þeirri trú að skuldir muni stofna lang­tíma­hag í hættu. Grund­vall­ar­spurn­ingin eigi að vera hver sé besta leiðin til að skapa jafn­vægi milli verð­bólgu­á­hættu ann­ars vegar og vel­ferð­ar, vel­meg­unar og auk­ins öryggi hins veg­ar.

Algengur mis­skiln­ingur sé að líta þannig á að stjórn­völd eigi að haga fjár­málum sínum líkt og heim­il­is­bók­haldi þar sem gengið er út frá því að hættu­legt sé að skulda. Því sé ekki saman að líkja enda geti heim­ili ekki prentað pen­inga né ákveðið vexti. Skuldir má nýta til að fram­fylgja stefnu s.s. til að vinna gegn ójöfn­uði og lofts­lags­vánni. Þjóðir sem hafi sína eigin mynt muni aldrei skorta pen­inga né neyð­ast í gjald­þrot. Tak­mörk­unin felist í því hve mikið af pen­ingum megi koma í umferð áður en verð­bólga verður að vanda­máli.

Kelton bendir á að í kjöl­far heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunnar séu flest ríki að átta sig á mik­il­vægi þess að fjár­fest sé í umönnun barna. Þegar for­eldrar neyð­ast til að fara af vinnu­mark­aði til að sinna börn­um, en þar axla konur enn meg­in­á­byrgð­ina, hefur það nei­kvæð áhrif á efna­hag­inn. Stjórn­völd skýli sér á bak við mýt­una um að skuldir séu hættu­legar svo ekki þurfi að setja aukið fjár­magn í slík verk­efni. Verk­efni sem ættu að vera í for­gangi og eiga það almennt sam­eig­in­legt að vera af félags­legum toga. Áhersla á nið­ur­greiðslu skulda end­ur­spegli því for­gangs­röðun sam­fé­laga.

Kate Raworth hag­fræð­ingur skorar á hólm þrá­hyggj­una fyrir hag­vexti og úreltum aðferðum við að mæla hann. Þær mæl­ingar sem við byggjum á í dag voru fyrst not­aðar árið 1934 en efna­hags­kerfin hafa að minnsta kosti tífald­ast frá þeim tíma. Í þeim mæl­ingum er ekki gert ráð fyr­ir, nema að mjög tak­mörk­uðu leyti, þáttum á borð við ólaun­aða sem laun­aða vinnu sem snýr að náinni og per­sónu­legri þjón­ustu við fólk á borð við umönn­un, hjúkr­un, menntun eða félags­þjón­ustu. Ekki sé heldur mældur kostn­aður ýmissa þátta fyrir fólk og plánet­una, en kenn­ing hennar um kleinu­hringja­hag­fræði hverf­ist einmitt um sjálf­bæran vöxt.

Hag­fræð­ing­ur­inn Mari­ana Mazzucato spyr þeirrar grund­vall­ar­spurn­ingar hvernig við skil­greinum verð­mæti, hverjir ákveði hvað þau feli í sér og hvaða augum þeir sem eru „verð­mæta­skap­andi“ sam­kvæmt ríkj­andi hag­fræði­kenn­ingum líti aðra? Sem fólk sem dregur úr verð­mætum eða jafn­vel sóar þeim? Meg­in­skila­boð Mazzucato eru að efna­hags­á­kvarð­anir eigi að þjóna fólki og stjórn­völd þurfi að marka sér skýra sýn um hvernig sam­fé­lag þau vilji stuðla að, allar ákvarð­anir þeirra taki mið af því mark­miði og þannig móti þau sam­fé­lag­ið.

End­ur­nýjuð hug­mynda­fræði á nýju ári

Við eigum það til að fest­ast í viðjum van­ans og beina orku okkar í að reyna að betrumbæta núver­andi fyr­ir­komu­lag og það kerfi sem við búum við. En líkt og fjallað hefur verið um hér að framan felst verk­efnið til fram­tíðar í því að skora við­teknar hug­myndir á hólm og end­ur­hugsa for­send­urnar og grund­völl sam­fé­lags­gerð­ar­inn­ar.

Á næsta ári losna kjara­samn­ingar meiri­hluta aðild­ar­fé­laga BSRB. Þær áherslur sem verða í for­gangi í aðdrag­anda kjara­samn­ings­við­ræðna eru jöfnun launa milli mark­aða, end­ur­mat á virði kvenna­stétta og að stytt­ing vinnu­vik­unnar verði fest í sessi og fram­kvæmd hennar lag­færð. Þessar áherslur BSRB lúta að því að þær stéttir sem sinna sam­fé­lags­lega mik­il­vægum störfum séu laun­aðar til jafns við virði sitt og að gera störfin eft­ir­sókn­ar­verð­ari, en ein þeirra áskor­ana sem við sem sam­fé­lag stöndum frammi fyrir er að sífellt erf­ið­ara verður að manna störf í heil­brigð­is-, félags-, og mennta­kerf­inu.

Það er mik­il­vægt og brýnt að byggja upp þá félags­legu inn­viði sem hafa ekki verið full­fjár­magn­aðir á síð­ustu árum og reynt hefur veru­lega á í heims­far­aldr­in­um. Með breyttri for­gangs­röðun er hægt að tryggja heil­brigt og gott starfs­um­hverfi starfs­fólks í almanna­þjón­ustu og betri kjör. Þannig má vinna gegn mann­eklu og nei­kvæðum áhrifum lang­tíma­á­lags í kjöl­far efna­hags­hruns­ins og nú heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Nú er tím­inn til að efla og fjölga tekju­stofnum rík­is­ins, styrkja almanna­þjón­ust­una og leið­rétta til­færslu­kerf­in. Það eflir vel­sæld og jöfnuð og mun skila sér í þrótt­meira hag­kerfi til lengri tíma.

Við verðum að setja jöfnuð og jafn­rétti í fyrsta sæti og end­ur­skoða hug­myndir okkar um verð­mæta­sköp­un. Það gerum við með því að sam­ein­ast um nýjan sam­fé­lags­sátt­mála.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?