BSRB eru stærstu heildarsamtök starfsfólks í almannaþjónustu á Íslandi. Hlutverk okkar er að fara með forystu í hagsmuna- og réttindabaráttu starfsmanna í almannaþjónustu og stuðla að bættu velferðarsamfélagi.
Gert að uppfylla kröfurnar áður en 50 ár verða liðin frá Kvennafrídeginum 1975
Framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 kynnti sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum þann 24. október síðastliðinn, nákvæmlega einu ári eftir Kvennaverkfall og stærsta baráttufund Íslandssögunnar. Að viðburðinum stóðu tugir samtaka femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks.