Fréttir

Skoðun

Fróðleikur

Stytting vinnuvikunnar: árangur BSRB

Stytting vinnuvikunnar á Íslandi gerðist ekki af sjálfu sér heldur var samið um hana í kjarasamningum 2020 eftir langt ferli, tilraunaverkefni á fjölmörgum vinnustöðum og mikla baráttu af hálfu BSRB. Þetta kemur fram í nýrri ritröð EPSU, Evrópusamtaka opinberra stéttarfélaga, sem varpar ljósi á styttingu vinnutíma í Evrópu

Endurmat á virði kvennastarfa

Aðgerðahópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði var skipaður af forsætisráðherra þann 13. desember 2021. Stofnun hans á rætur að rekja til kröfu BSRB um að gripið verði til aðgerða til að leiðrétta kerfisbundið vanmat á kvennastörfum.

Viltu styrkja þig í núverandi starfi eða leita á önnur mið?

Það er ljóst að tími mikilla breytinga er runninn upp á vinnumarkaði og þeirri þróun spáð áfram næstu árin. Samkvæmt framtíðarspám verður mest fjölgun í störfum við almenna umönnun, þjónustu við aldraða, í byggingariðnað og ferðaþjónustu, svo eitthvað sé nefnt, en á móti fækkar störfum í móttöku, afgreiðslu, bakvinnslu og almennum skrifstofustörfum.

Áttu orlofsdaga sem eru að fyrnast?

Starfsfólk Reykjavíkurborgar og ríkis sem sem átti gjaldfallið orlof þann 1. maí 2019 og starfsfólk sveitarfélaga sem átti gjaldfallið orlof 1. apríl 2020 getur tekið það út til 30. apríl 2023.

Fáðu rafrænt fréttabréf BSRB

Það er alltaf mikið af spennandi verkefnum í gangi hjá BSRB.
Við gefum út rafrænt fréttabréf einu sinni í mánuði. Skráðu þig á póstlistann okkar.