Endurmat á virði kvennastarfa

Aðgerðahópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði var skipaður af forsætisráðherra þann 13. desember 2021. Stofnun hans á rætur að rekja til kröfu BSRB um að gripið verði til aðgerða til að leiðrétta kerfisbundið vanmat á kvennastörfum.

Meginverkefni aðgerðarhópsins er að leggja fram tillögur og vinna að framkvæmd aðgerða til að útrýma launamun kynjanna.

Aðgerðahópurinn er skipaður eftirfarandi aðilum:

 • Steinunn Valdís Óskarsdóttir, án tilnefningar, formaður
 • Magnús Þór Jónsson, tilnefndur af Kennarasambandi Íslands
 • Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands
 • Friðrik Jónsson, tilnefndur af Bandalagi háskólamanna
 • Gunnar Björnsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
 • Inga Rún Ólafsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 • Maj Britt Hjördís Briem, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins
 • Sonja Ýr Þorbergsdóttir, tilnefnd af BSRB
 • Stefán Daníel Jónsson, tilnefndur af félagsmálaráðuneytinu

Fyrsta verkefni sem hópurinn fór af stað með er þróunarverkefni um mat á virði starfa í samstarfi við Jafnlaunastofu. Um er að ræða verkefni sem á að auka virði kvennastarfa og eru fjórir vinnustaðir sem taka þátt í verkefninu en þeir eru Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Tryggingastofnun, Ríkislögreglustjóri og Hafrannsóknarstofnun. Það verður gert með þróun og mótun virðismatskerfis starfa með stuðningi, fræðslu og þjálfun fyrir starfsfólkið.Fram til þessa hefur virðismat starfa hér á landi afmarkast við einstaka vinnustaði eða atvinnurekendur. Til að tryggja að unnið verði í samræmi við jafnlaunaákvæði jafnréttislaga þarf því að útvíkka samanburðinn til samræmis við rétt til jafnra launa fyrir jafnverðmæt störf þvert á stofnanir, starfsstéttir eða vinnustaði. Sömuleiðis að greina hvaða þættir einkenni hefðbundin kvennastörf annars vegar og hefðbundin karlastörf hins vegar og hvaða þættir í hefðbundnum kvennastörfum eru vanmetnir.

Heildarsamtök launafólks hefur ekki setið auðum höndum heldur hefur samhliða vinnu í starfshópnum til að mynda stóðu BSRB, BHM og Kennarasambandið sameiginlega fyrir fundi um endurmat á virði kvennastarfa 5. október 2022, en upptöku af fundinum má nálgast hér. https://www.bsrb.is/is/frettir/frettasafn/thetta-kemur-ekki-med-kalda-vatninu-thetta-er-ekki-othorf-baratta 

Verkefnið er í miklum forgangi hjá BSRB og hefur innan bandalangsins verið haldinn fræðslu- og vinnudegi þar sem aðildarfélögunum var kynnt vinnan sem fer fram á vettvangi aðgerðarhóps og fræddust um gerð virðismats, lesa má nánar um fundinn hér https://www.bsrb.is/is/frettir/frettasafn/aukid-jafnretti-kynjanna-meiri-sanngirni-og-rettlaeti-i-launum-avinningur-af-krofum-um-launajafnretti og verður þeirri vinnu haldið áfram

Þá hafa fulltrúar BSRB jafnframt kynnt hugmyndafræðina að baki breytingu á virðismati fyrir öðrum félögum og heildarsamtökum líkt og FÍH og ASÍ. Þá var BSRB í forystu við skipulagningu Kvennaverkfallsins 2024 þar sem önnur meginkrafan var endurmat á virði kvennastarfa.

Þann 20. mars 2024 gaf Forsætisráðuneytið út skýrslu aðgerðahóps um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði. Á fundinum var kynntu fulltrúar Jafnlaunastofu auk þess nútt virðismatskerfi í þágu launajafnréttis sem aðgerðarhópurinn óskaði eftir. Þær aðgerðir sem
aðgerðahópurinn leggur til og kynnti á fundinum eru:

 1. Unnið verði áfram með þátttökustofnununum fjórum í áframhaldandi mati allra starfa og farið í launagreiningu. Markmið verði m.a. að meta kostnað við leiðréttingu hópa ef til þess kemur.
 2. Stofnað verði til samstarfsverkefnis um heildstætt virðismatskerfi sem taki til ríkisstofnana til að byrja með. Verkefnið er mikilvægt langtímaverkefni þar sem kalla þarf að borðinu þá aðila sem best þekkja til og byggja á reynslu af slíkum kerfum hér á landi og erlendis.
 3. Forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og aðilar vinnumarkaðarins stofni starfshóp sem fengi það hlutverk að þróa samningaleið að nýsjálenskri fyrirmynd með verkstjórn ríkissáttasemjara. Í því felst að komið verði á aðgengilegri samningaleið til að fjalla um jafnlaunakröfur einstaklinga.
 4. Forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, aðilar vinnumarkaðarins og Jafnlaunastofa vinni í sameiningu að gerð verkfæra og fræðslu sem styðji við samstarfsverkefni um heildstætt virðismatskerfi.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók það fram á fundinum að virðismatskerfið yrði innleitt fyrir lok árs 2026 sagði í því felast raunverulega viðurkenningu á mikilvægi kvennastarfa.

Unnið hefur verið að þekkingaröflun með margvíslegum hætti innan BSRB m.a. með virkum samtölum við innlenda og erlenda séfræðinga og hagsmunaaðila. Mikilvægt er að líta bæði til kerfislægra þátta, dómaframkvæmda sem og víðari samfélagslegra tenginga viðfangsefnisins.
Það er fróðlegt að skoða vinnu að jöfnun launa kynjanna í öðrum löndum. Nýja Sjáland [finna link] hefur verið í forystu í þessum málaflokki og haldið áfram umfangsmikilli vinnu við þróun verkfæra og ferla til að finna leiðir til að auka virði kvennastarfa sem og starfs frumbyggja. Fjöldi starfsstétta hefur þegar fengið leiðréttingu á launum sínum þar í landi. Mikil vinna hefur átt sér stað í Kanada undanfarin ár í kjölfar lagabreytinga. Þá hefur fjöldi dómsmála einnig fallið í Bretlandi, konur hafa farið í verkföll og sveitarfélög m.a. þurft að greiða umtalsverðar upphæðir í leiðréttingar sem hefur leitt til alvarlegra fjárhagserfiðleika í rekstri þeirra.

Launajafnrétti kynjanna hefur lengi verið eitt af helstu baráttumálum BSRB og verkefnið um endurmat á virði kvennastarfa hefur krafist seiglu. En í góðu samstarfi við fjöldamarga aðila, svo sem Forsætisráðuneytið, opinberum launagreiðendum, Ríkissáttasemjara, önnur heildarsamtök launafólks og Jafnlaunastofu, færumst við í rétta átt, skref fyrir skref.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?