Nám trúnaðarmanna gert hnitmiðaðra

Nám trúnaðarmanna BSRB hefur nú verið stokkað upp.

Nám trúnaðarmanna við Félagsmálaskóla alþýðu hefur verið endurskoðað, námsefnið stokkað upp gert hnitmiðaðra. Námsskrá fyrir vorið hefur nú verið gefin út.

Námskeiðin sem sumir af okkar trúnaðarmönnum gætu kannast við, Trúnaðarmannanámskeið I og Trúnaðarmannanámskeið II, hafa verið sameinuð í eina námskrá, sem kallast einfaldlega Nám trúnaðarmannsins.

Eins og fram kemur á vef Félagsmálaskóla alþýðu er námið í heild sinni 96 kennslustundir og hefur verið stytt umtalsvert því það var áður 142 kennslustundir. Það var gert með því að fara vandlega yfir námsefnið og ábendingar frá trúnaðarmönnum sem setið hafa námskeiðin til að taka út endurtekningar og gera námið allt hnitmiðaðra.

Nýja námsskráin skiptist í sex hluta. Hver hluti er 16 kennslustundir og er kennt á tveimur heilum dögum, í stað þriggja daga áður. Efnið sem farið verður yfir í hverjum hluta er eftirfarandi:

Fyrsti hluti – 30 og 31. janúar 2018

 • Hvert er hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði?
 • Hvernig starfa stéttarfélögin, stjórnir þeirra og hvert er hlutverk félagsmanna?
 • Hvert er hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað, hvað á hann að gera og hvað á hann ekki að gera?
 • Hvert er hlutverk trúnaðarmanna samkvæmt lögum og kjarasamningum?
 • Hvar getur trúnaðarmaður aflað sér upplýsinga um túlkanir kjarasamninga og önnur mál sem koma inn á hans borð?
 • Hvernig eiga trúnaðarmenn að taka á móti umkvörtunum og vinna úr þeim?

Annar hluti – 8. og 9. febrúar 2018

 • Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað, hvernig megi stuðla að góðum samskiptum.
 • Skoðuð er mismunandi framkoma, áhrif hennar á okkur og aðra.
 • Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, eineltis á vinnustað, hvernig bregðast eigi við og ábyrgð gerenda og atvinnurekenda.
 • Nemendur kynnast starfsemi stéttarfélagsins, réttindum félagsmanna.
 • Nemendur læra á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun á þeim.
 • Nemendur kynnast sjóðum félagsins og réttindum félagsmanna í þeim.

Þriðji hluti – 5. og 6. mars 2018

 • Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða.
 • Nemendur kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga svo og staðgreiðslu skatta.
 • Nemendur kynnast tryggingum sem við höfum í gegnum kjarasamninga, almannatryggingakerfið, sér tryggingar.
 • Nemendur kynnast íslenskum vinnurétti, þeim lögum sem styrkja kjarasamninga vinnumarkaðarins.

Fjórði hluti – 26. og 27. mars 2018

 • Megináhersla er lögð á helstu hagfræðihugtök í daglegu lífi og í kjarasamningagerð, s.s. kaupmátt launa, mun á hlutfallslegri hækkun eða krónutöluhækkun.
 • Nemendur kynnast hvað þarf að hafa í huga við gerð samninga.
 • Megináhersla er lögð á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er upp byggður.
 • Lögð er áhersla á rétt launamanna t.d. til fæðingarorlofs, atvinnuleysistrygginga og ýmis þau réttindi í lögum og reglugerðum sem íslenskur vinnumarkaður byggir á.

Fimmti hluti – 24. og 25. apríl 2018

 • Kynninga á Virk-starfsendurhæfingar—sjóðnum og starfi ráðgjafa hans.
 • Kynning á Vinnueftirlitinu, skyldum atvinnurekenda í vinnuvernd og trúnaðarmanna.
 • Farið er í hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti.
 • Nemendur kynnast áhrifum skorts á sjálfstraust og ýmsar birtingamyndir þess.
 • Nemendur kynnast leiðum til að efla sjálfstraustið og hvaða aðstæður geta haft áhrif á minnkandi sjálfstraust.

Sjötti hluti – 7. og 8. maí 2018

 • Nemendur kynnast helstu hugtökum í samningtækni.
 • Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga, grunnatriði samningagerðar, hvernig hún er notuð í daglegu lífi við úrlausn mála sem koma inn á borð trúnaðarmanna.
 • Megináhersla er á undirbúning framsögu og umræður á vinnustaða- og félagsfundum, fundarsköp og frágang fundagerða.
 • Einnig er fjallað um einkenni og tilgang ýmissa ræðuforma.
 • Lögð er áhersla á að skilgreina helstu einkenni rökræðu, mikilvægi þess að hlusta á skoðanir annarra.

Áhugasamir nemendur geta skráð sig á námskeiðin í gegnum vef Félagsmálaskóla alþýðu. Stofna þarf aðgang með íslykli eða lykilorði til að fá aðgang að námsgögnum og komast í samband við leiðbeinendur. Sækja má skjal með upplýsingum um tímasetningu námskeiða og námsefni hér.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?