Varða auglýsir eftir rannsóknarstjóra

Varða-Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, BSRB og ASÍ, leitar eftir að ráða rannsóknastjóra til starfa. Varða er ung stofnun í uppbyggingarfasa sem er spennandi vettvangur fyrir metnaðarfulla rannsakendur. 

Leitað er að einstaklingi sem hefur djúpa og viðamikla þekkingu á megindlegri aðferðafræði rannsókna í félagsvísindum. Getur leitt rannsóknaverkefni í innlendu og/eða erlendu samstarfi, hefur sérfræðiþekkingu á rannsóknarsviði sem tengist vinnumarkaði, kaupum og kjörum, getur unnið úr niðurstöðum rannsókna, birt þær niðurstöður á fræðilegum vettvangi í ritrýndum greinum og greint frá niðurstöðum rannsókna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiða aðferðarfræði rannsókna.
  • Leiða vinnu við umsóknir um rannsóknarstyrki og fylgjast með tengdum rannsóknum.
  • Rannsóknarvinna og úrvinnsla tölfræðilegra gagna og uppbygging gagnasafna.
  • Birting niðurstaðna í viðurkenndum fræðatímaritum.
  • Kynning niðurstaðna rannsókna á fræðilegum vettvangi.
  • Þátttaka í nýsköpun og þróun Vörðu.
  • Mótun rannsóknaraðferða og þróun rannsóknarverkefna í samstarfi við aðildarfélög.
  • Önnur verkefni sem viðkomandi eru falin af framkvæmdastjóra.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framhaldspróf á háskólastigi sem nýtist við vinnumarkaðstengd rannsóknaverkefni.
  • Haldbær þekking og reynsla af greiningu gagna og aðferðarfræði rannsókna.
  • Mjög góð reynsla af notkun tölfræðikerfa (t.d. SPSS, Stata, R).
  • Góð þekking á vinnumarkaðsmálum og innlendum vinnumarkaði.
  • Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti og hæfni í framsetningu gagna.
  • Góð samskipahæfni, lipurð og geta til að vinna í krefjandi umhverfi.
  • Frumkvæði, sjálfstæði í starf, ögun í vinnubrögðum.
  • Reynsla af því að leiða rannsóknarverkefni er kostur.
  • Reynsla af alþjóðastarfi er kostur.

 

 

 

 

 
 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?