
„Ekki hægt að jóga sig frá kulnun“ – Málþing um kulnun á vinnumarkaði
Heilbrigðis- og velferðarnefnd Sameykis stóð fyrir málþingi í gær þar sem umræðuefnið var kulnun á vinnumarkaði. Málþingið var vel sótt og rúmlega hundrað félagar í Sameyki lögðu leið sína í félagamiðstöðina á Grettisgötu 89 til að hlýða á málþingið.