Nýr samfélagssáttmáli milli launafólks, stjórnvalda og fyrirtækja
Fimmta þing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC) fer nú fram í Melbourne Ástralíu undir yfirskriftinni Nýr samfélagssáttmáli, A New Social Contract. Meginverkefni þingsins er gerð stefnuyfirlýsingar til næstu fjögurra ára. Þar er lögð áhersla á þann lærdóm sem draga má af nýlegum efnahagslegum áföllum, áhrif tækninnar á störf, inngildandi verkalýðshreyfingu og réttlát umskipti í tengslum við loftslagsbreytingar.
18. nóv 2022
ITUC, samfélagssáttmáli, þing