Auglýst eftir sérfræðingi í vinnumarkaði framtíðarinnar

Umsóknarfrestur um starf sérfræðings BSRB í menntamálum er til og með 23. ágúst.

BSRB óskar eftir því að ráða sérfræðing á sviði framtíðarvinnumarkaðar til starfa. Meginverkefni viðkomandi verður að vinna að stefnumótun bandalagsins í menntamálum, til dæmis varðandi framtíðarvinnumarkaðinn og fjórðu iðnbyltinguna.

Um er að ræða nýtt og spennandi starf sem er tímabundið til 1. október 2021. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra BSRB og krefst samvinnu við aðra sérfræðinga á skrifstofu bandalagsins auk samskipta við aðildarfélög þess.

Sérfræðingurinn mun annast greiningar, safna saman og tryggja gott aðgengi að upplýsingum um hvaða breytingar kunna að verða á störfum félagsmanna aðildarfélaga BSRB ásamt upplýsingum um fræðslustofnanir aðildarfélaganna og vinnumarkaðarins sem leggja grunn að stefnumótun BSRB þegar kemur að starfs- og símenntun, framhaldsfræðslu og framtíðarvinnumarkaðnum.

Starfssvið:
 • Verkefni á sviði framtíðarvinnumarkaðar og menntamála.
 • Greining á fræðslumálum og framtíðarvinnumarkaðnum.
 • Samskipti við aðila vinnumarkaðarins og umsagnir um þingmál í samráði við formann og framkvæmdastjóra.
 • Fræðsla, ráðgjöf og almenn upplýsingamiðlun um menntamál.
 • Seta í ýmsum nefndum og ráðum samkvæmt ákvörðun stjórnar BSRB.
Menntunar- og hæfniskröfur:
 • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
 • Þekking og/eða reynsla af menntamálum og vinnumarkaðsmálum.
 • Þekking á starfsemi félagasamtaka og málefnum stéttarfélaga er kostur.
 • Greiningarhæfni og gott vald á framsetningu upplýsinga.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til tjáningar í ræðu og riti.
 • Góð samskiptahæfni og færni til að taka þátt í teymisvinnu.
 • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í starfi.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst næstkomandi. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á alfred.is.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir (audur@lidsauki.is).

BSRB var stofnað 14. febrúar 1942 og eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi. Aðildarfélög bandalagsins 23 talsins og er fjöldi félagsmanna um 22.000. Um tveir þriðju félagsmanna eru konur. Hlutverk BSRB er m.a. að þjónusta aðildarfélög bandalagsins og gæta hagsmuna þeirra og félagsmanna þeirra gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum. Þá er það hlutverk bandalagsins að stuðla að bættu velferðarsamfélagi.

Atvinnuauglýsing BSRB


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?