Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu BSRB eru börn á Íslandi að meðaltali 17,5 mánaða gömul þegar þau komast inn á leikskóla. Meðaltalið endurspeglar þó ekki raunveruleika barnafjölskyldna um landið allt því mjög mismunandi er á milli sveitarfélaga hvenær leikskólapláss býðst.
Fæst sveitarfélög tryggja leikskólapláss fyrir 12 mánaða börn. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu BSRB - heildarsamtaka stéttarfélaga starfsfólks í almannaþjónustu sem ætlað er að varpa ljósi á stöðu leikskólavistunar ungra barna á Íslandi og atvinnuþátttöku foreldra.
Líkur á þunglyndi aukast eftir því sem félags- og efnahagsleg staða er verri. Í COVID-kreppunni bar lágtekjufólk og fólk í viðkvæmri stöðu á íslenskum vinnumarkaði auknar byrðar af kreppunni umfram þau sem voru betur sett.