Kröfur fundarins - Kvennaverkfall 2023Konur og kvár lögðu niður störf í hundruð þúsunda tali 24. október - lögreglan telur að allt að 100.000 hafi safnast saman á Arnarhóli á baráttufundi en viðburðir voru haldnir á yfir 20 stöðum víðsvegar um landið. 

Kröfur Kvennaverkfalls voru lesnar upp á fundinum á Arnarhóli og eru eftirfarandi:


Kvennaverkfall 24. október 2023!

Við krefjumst leiðréttingar á vanmati „svokallaðra“ kvennastarfa!

Að atvinnurekendur hætti að veita sér afslátt á launum kvenna og kvára!

Við krefjumst sértækra aðgerða til þess að leiðrétta kjör þeirra kvenna og kvára sem lægstar tekjur hafa, því engin á að þurfa að lifa við fátækt!

Við krefjumst þess að launamisrétti og mismunun verði útrýmt!

Að konur og kvár geti lifað af launum sínum og fái tækifæri til að þróast í starfi til jafns við karla!

Að fatlaðar konur og kvár hafi tækifæri til atvinnuþátttöku til að geta bætt kjör sín!

Að menntun og hæfni kvenna af erlendum uppruna sé metin að verðleikum!

Að konum og kvárum verði ekki lengur refsað fjárhagslega fyrir þá ólaunuðu umönnunarábyrgð sem þau axla yfir ævina og gjalda fyrir þegar á lífeyrisaldur er komið.

Að gert verði samfélagslegt átak til að útrýma fordómum gegn fólki með fötlun, hinsegin fólki, fólki af erlendum uppruna og öðrum jaðarhópum.

Við krefjumst þess að karlar taki ábyrgð á við konur og kvár!

Taki ábyrgð á ólaunuðum heimilisstörfum og við umönnun fjölskyldumeðlima!

Taki ábyrgð á ólaunaðri þriðju vaktinni!

Við krefjumst þess að konur og kvár séu ekki í fjárhagslegum fjötrum ofbeldismanna!

Að konur og kvár fái stuðning við að byggja upp fjárhagslegt sjálfstæði eftir að hafa lifað af kynbundið fjárhagslegt ofbeldi!

Við krefjumst réttlætis og réttarbóta fyrir þolendur kynferðislegs og kynbundins ofbeldis!

Að ofbeldismenn sæti ábyrgð og kynfrelsi sé virt!

Að konur og kvár njóti öryggis og frelsi frá ofbeldi og áreitni í vinnunni, heima og í almannarými!

Að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt!

Við krefjumst þess að stjórnmálin geri kröfur Kvennaverkfalls að forgangsmáli!
STRAX!

VIÐ KREFJUMST AÐGERÐA OG BREYTINGA!
NÚNA!
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB og Inga Auðbjörg Straumland, viðburðastýra Kvennaverkfalls lásu upp kröfur fundarins.
__________


//ENGLISH VERSION
Statement: Women’s strike October 24th 2023!

We demand that the undervaluing of female dominated occupations will be corrected!

We demand that employers stop receiving a discount on women’s and non-binary people’s wages!

We demand special action to raise the wages of the lowest paid women and non-binary people, because nobody should live in poverty!

We demand that wage inequality and discrimination will be ended!

We demand that women and non-binary people can make a living wage and have the same opportunities for professional development as men!

We demand that disabled women and non-binary people have access to job opportunities that improve their financial situation!

We demand that the skills and education of women of foreign origin is recognised!

We demand that women and non-binary people will no longer be punished for the unpaid labour they do in the homes over the course of their lives, that leads to lower pensions!

We demand a real effort from society to eradicate prejudice against people with disabilities, LGBTQIA+ people, people of foreign origin and other marginalized groups.

We demand that men take an equal share of the responsibility that women and non-binary people carry.

That they take responsibility for unpaid labour in their homes and care for family members!

That they take responsibility for the mental load!

We demand that women and non-binary people are freed from the financial shackles of their abusers.

That women and non-binary people receive support to build their financial freedom after having gone through gender-based and financial violence!

We demand justice and legal remedies for survivors of sexual and gender-based violence!

We demand that perpetrators are made responsible and sexual freedom is respected!

That women and non-binary people are safe from violence and harassment at work, in the home and in public space!

That gender-based and sexual violence will be eliminated!

We demand that politicians make the demands of the Women’s Strike a priority!
RIGHT NOW!

WE DEMAND ACTION AND CHANGES!
NOW!
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?