Námsframboð fyrir trúnaðarmenn vor 2024Fjöldi námskeiða er í boði fyrir trúnaðarmenn í vor. Um er að ræða staðnámskeið, vefnámskeið sem byggjast á upptökum og fjarnámskeið sem kennd eru í gegnum zoom.

Öll námskeið haldin í húsi BSRB, Grettisgötu 89 1. hæð eða á vefnum ef um vef- eða fjarnámskeið er að ræða.

Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða

  1. mars 11:00 – 15:45, Grettisgötu 89, 1. hæð

Megináhersla er lögð á hlutverk og starf trúnaðarmannsins samkvæmt gildandi lögum og kjarasamningum. Hvaða þekkingu þarf trúnaðarmaður að hafa og hvar getur hann leitað sér upplýsinga um túlkanir á gildandi kjarasamningum og vinnurétti. Einnig er farið yfir meðhöndlun umkvartana samstarfsfólks og hvað ber að hafa í huga við úrvinnslu þeirra.

Skráningu lýkur 27. febrúar: https://felagsmalaskoli.is/course/bsrb-trunadarmadurinn-starf-hans-og-stada/ 

Nauðsynlegt er fyrir nemendur að hafa meðferðis fartölvu, ipad eða símann sinn á námskeiðið.

Samningatækni – Að ná samkomulagi á vinnustað

  1. apríl 11:00 – 15:45, Grettisgötu 89, 1. hæð

Á námskeiðinu er farið yfir hvað þarf að hafa í huga þegar ná þarf samkomulagi á vinnustað. Skoðað er hverjir koma að borðinu í deilum og hverjir hafa umboð til að taka ákvarðanir. Einnig hvernig unnið er að niðurstöðu í málum.

Nauðsynlegt er fyrir nemendur að hafa meðferðis fartölvu, ipad eða símann sinn á námskeiðin.

Skráningu lýkur 3. apríl: https://felagsmalaskoli.is/course/bsrb-samningataekni-ad-na-samkomulagi-a-vinnustad/


Fjarnámskeið: Samskipti á vinnustað

  1. febrúar. 9:00 – 12:00. Kennt á zoom

Verð 8900 kr. Hægt er að fá leyfi hjá sínu stéttarfélagi til að greiða fyrir námskeið. Þá er kennitala stéttarfélagsins sett í reitinn „greiðandi“ við skráningu.

Farið er yfir hvað einkennir góð samskipti á vinnustað og hvernig megi stuðla að þeim. Skoðuð er mismunandi framkoma, áhrif hennar á okkur og aðra. Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, hvernig bregðast eigi við og hver er ábyrgð gerenda og launagreiðenda.

Skráning: https://felagsmalaskoli.is/course/samskipti-a-vinnustad


Fjarnámskeið: Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn

  1. febrúar. 9:00 – 12:00. Kennt á zoom.

Verð 8900 kr. Hægt er að fá leyfi hjá sínu stéttarfélagi til að greiða fyrir námskeið. Þá er kennitala stéttarfélagsins sett í reitinn „greiðandi“ við skráningu.

Fjallað er um þjóðfélag, samfélag og ýmis hugtök tengd því. Einnig er farið í uppbyggingu og hlutverk stéttarfélaga og hagsmunasamtaka launafólks og atvinnurekenda. Uppbygging vinnumarkaðarins, hverjir eru viðsemjendur, samningaviðræður og gildi kjarasamninga. Í lokin er farið yfir tölulegar upplýsingar tengdum vinnumarkaðnum, þróun launa, og framtíðarspár.

Skráningu lýkur 19. febrúar: https://felagsmalaskoli.is/course/thjodfelagid-og-vinnumarkadurinn-21/

 

Fjarnámskeið: Sjálfsefling

12: mars. Kennt á zoom.

Verð 8900 kr. Hægt er að fá leyfi hjá sínu stéttarfélagi til að greiða fyrir námskeið. Þá er kennitala stéttarfélagsins sett í reitinn „greiðandi“ við skráningu.

Nemendur kynnast því hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti. Einnig hvernig skortur á sjálfstrausti getur hamlað okkur í daglegur lífi. Nemendur kynnast leiðum til að efla sjálfstraustið og hvað getur haft áhrif á sjálfstraustið.

Skráningu lýkur 11. mars: https://felagsmalaskoli.is/course/sjalfsefling-fjarnam

 

Fjarnámskeið: Almannatryggingar og lífeyrissjóðir

19. mars. 9:00 - 12:00. Kennt á zoom.

Verð 8900 kr. Hægt er að fá leyfi hjá sínu stéttarfélagi til að greiða fyrir námskeið. Þá er kennitala stéttarfélagsins sett í reitinn „greiðandi“ við skráningu.

Megináhersla er lögð á tilurð og uppbyggingu almannatryggingakerfisins og lífeyrissjóðakerfisins. Farið er í hugmyndafræði íslenska lífeyrissjóðakerfisins, styrk þess og hvernig það byggir á samkomulagi verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Fjallað er um skylduaðild, tryggingarvernd og samspil lífeyrissjóðanna og almannatryggingakerfisins. Einnig er skoðuð réttindaávinnsla og taka lífeyris.

Skráningu líkur 18. mars: https://felagsmalaskoli.is/course/almannatryggingar-og-lifeyrissjodir

 

Fjarnámskeið: Vinnueftirlit-vinnuvernd

  1. mars. 9:00 – 12:00. Kennt á zoom.

Verð 8900 kr. Hægt er að fá leyfi hjá sínu stéttarfélagi til að greiða fyrir námskeið. Þá er kennitala stéttarfélagsins sett í reitinn „greiðandi“ við skráningu.

Megináhersla er lögð á hlutverk Vinnueftirlitsins og vinnuvernd á vinnustöðum. Hverjir eiga að sjá um eftirlit á vinnustöðum og hver sé ábyrgðaraðili að launamenn vinni í hollu og öruggu vinnuumhverfi. Einnig er farið yfir hlutverk öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda og hvernig kosning og val þessara aðila fer fram.

Skráningu lýkur 25. Mars: https://felagsmalaskoli.is/course/vinnueftirlit-vinnuvernd

Vefnám: Lestur launaseðla

Aðgengilegt 1. til 30. apríl

Verð 8900 kr. Hægt er að fá leyfi hjá sínu stéttarfélagi til að greiða fyrir námskeið. Þá er kennitala stéttarfélagsins sett í reitinn „greiðandi“ við skráningu.

Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða, yfirvinnu, stórhátíðarkaups og vaktaálags. Nemendur kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga. Einnig er farið í úreikninga á staðgreiðslu skatta og þeirra iðgjalda í lífeyrissjóði og aðra sjóði sem skylt er að reikna og draga frá launum. Einnig er lögð áhersla á mikilvægi varðveislu launaseðla.

https://felagsmalaskoli.is/course/lestur-launasedla-vefnam

 

Ath. að tímasetningar og framboð námskeiða getur tekið breytingum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?