Námsframboð fyrir trúnaðarmenn vor 2024Fjöldi námskeiða er í boði fyrir trúnaðarmenn í vor. Um er að ræða staðnámskeið, vefnámskeið sem byggjast á upptökum og fjarnámskeið sem kennd eru í gegnum zoom.

Öll námskeið haldin í húsi BSRB, Grettisgötu 89 1. hæð eða á vefnum ef um vef- eða fjarnámskeið er að ræða.

Næstu námskeið:

Samningatækni – Að ná samkomulagi á vinnustað

  1. apríl 11:00 – 15:45, Grettisgötu 89, 1. hæð

Á námskeiðinu er farið yfir hvað þarf að hafa í huga þegar ná þarf samkomulagi á vinnustað. Skoðað er hverjir koma að borðinu í deilum og hverjir hafa umboð til að taka ákvarðanir. Einnig hvernig unnið er að niðurstöðu í málum.

Nauðsynlegt er fyrir nemendur að hafa meðferðis fartölvu, ipad eða símann sinn á námskeiðin.

Skráningu lýkur 3. apríl: https://felagsmalaskoli.is/course/bsrb-samningataekni-ad-na-samkomulagi-a-vinnustad/

Vefnám: Lestur launaseðla

Aðgengilegt 1. til 30. apríl

Verð 8900 kr. Hægt er að fá leyfi hjá sínu stéttarfélagi til að greiða fyrir námskeið. Þá er kennitala stéttarfélagsins sett í reitinn „greiðandi“ við skráningu.

Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða, yfirvinnu, stórhátíðarkaups og vaktaálags. Nemendur kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga. Einnig er farið í úreikninga á staðgreiðslu skatta og þeirra iðgjalda í lífeyrissjóði og aðra sjóði sem skylt er að reikna og draga frá launum. Einnig er lögð áhersla á mikilvægi varðveislu launaseðla.

https://felagsmalaskoli.is/course/lestur-launasedla-vefnam

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?