Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum

Umsögn BSRB um frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum (tjáningarfrelsi og þagnarskylda), 493. mál

Reykjavík, 25. febrúar 2019

BSRB hefur fengið til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum nr. 37/1993 með síðari breytingum (tjáningarfrelsi og þagnarskylda), 493. mál.

BSRB styður frumvarpið efnislega og hvetur til þess að það verði að lögum. Að mati BSRB er jákvætt að kveða skýrt á um tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna og einfalda og skýra þann lagaramma sem gildir á því sviði. BSRB gerir ekki efnislegar athugasemdir við frumvarpið.

BSRB vill þó koma því á framfæri að þrátt fyrir að ekki séu gerðar efnislegar athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á 18. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er gerð athugasemd vegna skorts á samráðs við heildarsamtök á vinnumarkaði um þá breytingu líkt og skylt er að gera skv. 52. gr. starfsmannalaga. Óskað var eftir athugasemdum BSRB við frumvarpsdrög sambærileg þeim sem nú liggja fyrir í desember 2013. Frumvarp það var aldrei lagt fram á Alþingi og hefði því verið eðlilegt að boða til samráðs að nýju þar sem svo langur tími er liðinn. Skv. þeim upplýsingum sem BSRB hefur var ekki leitað til annarra heildarsamtaka vegna málsins.

Fyrir hönd BSRB

Dagný Aradóttir Pind
lögfræðingur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?