Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum
Í dag eru tvö stór einkafyrirtæki með um helminginn af einkavæddum markaði öldrunarþjónustunnar sem einnig veita þjónustu til t.d. fatlaðs fólks, barnaverndargeirans og hælisleitenda. Vegna sterkrar stöðu þessara fyrirtækja hefur dregið úr samkeppni og reynst erfiðara fyrir nýja aðila að koma inn á markaðinn. Til að bregðast við því var ákveðið fyrir nokkrum árum að auka valfrelsi notenda en þá versnuðu gæði þjónustunnar í of mörgum tilfellum. Ef þjónustuveitendur lifa svo ekki samkeppnina af verða þeir að loka sem veldur miklum vandræðum, fjöldi fyrirtækja torveldar val notendanna og eftirlitsmöguleika yfirvalda en sviksamlegt athæfi er ekki óalgengt. Þjónustan er því ekki hagkvæmari og kostnaður við eftirlit hefur aukist.
28. nóv 2024
Einkavæðing, heilbrigðiskerfið, alþingiskosningar 2024, ASÍ, BSRB