Ganga verður lengra í stuðningi við heimili sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna COVID-19 faraldursins en gert er í frumvörpum stjórnvalda að mati BSRB.
Vegna samkomubanns verða engar kröfugöngur eða baráttufundir 1. maí. Þess í stað standa samtök launafólks fyrir skemmti- og baráttudagskrá í Sjónvarpinu.
BSRB hefur sent stjórnvöldum ítarlegar tillögur að aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins þar sem áhersla er lögð á að tryggja afkomu fólks og styðja heimilin.
Hægt er að skapa fleiri störf í niðursveiflu í hagkerfinu með því að fjárfesta í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu en með því vegagerð og húsbyggingum.
BSRB hefur tekið saman lista yfir helstu aðgerðir stjórnvalda og annarra vegna COVID-19 til að auðvelda aðildarfélögum og félagsmönnum að halda yfirsýn.
Opinberum starfsmönnum hefur fækkað hlutfallslega á undanförnum árum þrátt fyrir aukningu verkefna hjá hinu opinbera og breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar.
Atkvæðagreiðslum um flesta kjarasamninga aðildarfélaga BSRB sem lokið hafa gerð kjarasamnings er nú lokið og voru samningarnir í öllum tilvikum samþykktir.