Dagskrá 1. maí í Reykjavík
Baráttudagur verkalýðsins er á föstudaginn kemur þann 1. maí og verða baráttufundir haldnir af því tilefni víða um land. yfirskrift fundarins í Reykjavík að þessu sinni er „Jöfnuður býr til betra samfélag“ og mun varaformaður BSRB, Árni Stefán Jónsson, vera einn ræðumanna á fundinum sem fer fram á Ingólfstorgi. Áður en fundurinn hefst verður farið í kröfugöngu niður Laugaveginn en ítarlegri dagsrká má sjá hér að neðan. Að fundi loknum mun BSRB bjóða í baráttukaffi í húsnæði sínu að Grettisgötu 89.
27. apr 2015