Launakröfur SFR, LL og SLFÍ lagðar fram
Samninganefndir þriggja fjölmennustu aðildarfélaga BSRB sem semja við ríkið – SFR, Landssamband lögreglumanna og Sjúkraliðafélag Íslands – hafa undanfarið fundað með samninganefnd ríkisins. Fyrir helgi kynntu félögin samninganefndinni launakröfur sínar sem byggja á sama ramma og fram kemur í ákvörðun gerðardóms um kjör fólks í aðildarfélögum BHM og Félagi ísl. hjúkrunarfræðinga.
31. ágú 2015