Starfsfólk í verkfalli fjölmenntu á baráttufundi BSRB í Bæjarbíó Hafnarfirði, Hótel Selfossi, Kaffi Krók og víðar til að stilla saman strengi og láta blása sér baráttuanda í brjóst.
Enn færist þungi í verkföll BSRB. Þar sem ekki hefur náðst að semja bætist starfsfólk sundlauga og íþróttamiðstöðva á Vestur-, Norður-, og Austurlandi við hópinn sem þegar hefur lagt niður störf.
Aðgerðahópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði var skipaður af forsætisráðherra þann 13. desember 2021. Stofnun hans á rætur að rekja til kröfu BSRB um að gripið verði til aðgerða til að leiðrétta kerfisbundið vanmat á kvennastörfum.
Starfsfólk sem er í verkfalli hittist gjarnan á morgnana á samstöðufundum áður en haldið er af stað í verkfallsvörslu og önnur verkefni dagsins. Í þessari viku hafa stórir fundir verið haldnir í Kópavogi, Reykjanesbæ og Mosfellsbæ þar sem hundruðir starfsmanna komu saman og sýndu samstöðu og baráttugleði
Fundur BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara í dag skilaði ekki árangri. Ekki hefur verið boðaður annar fundur í ljósi þess hversu langt ber á milli deiluaðila.