Á hádegi í dag, miðvikudaginn 26. apríl, hefjast atkvæðagreiðslur um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu ellefu aðildarfélaga BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Í umsögn sinni um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kallar BSRB eftir að stjórnvöld efli og fjölgi tekjustofnum ríkisins auk þess að styðja betur við barnafjölskyldur og lágtekjuhópa.
Á síðustu dögum marsmánaðar náðu aðildarfélög BSRB samkomulagi um launahækkanir og kjarabætur fyrir starfsfólk í almannaþjónustu við ríki og Reykjavíkurborg.
Aðildarfélög BSRB hafa náð samkomulagi um launahækkanir og kjarabætur fyrir starfsfólk í almannaþjónustu við ríki og Reykjavíkurborg. Um skammtímasamninga er að ræða sem gilda í tólf mánuði frá 1. apríl 2023.