Í aðdraganda þeirra kjarasamningsviðræðna sem nú standa yfir voru allir samningsaðilar sammála um að helsta markmiðið ætti að vera ná fram auknum kaupmætti launa. Undanfarið hafa svo Samtök atvinnulífsins, fjármálaráðherra og seðlabankastjóri talað á þann veg að „hóflegar launahækkanir“ launafólks sé lykilinn að auknum kaupmætti. Talað hefur verið með þeim hætti að litlar launahækkanir einar og sér muni skila sér í minni verðbólgu, sterkara gengi krónunnar, aukinni fjárfestingu, aukinni eftirspurn eftir vinnuafli og vitanlega því eftirsóknarverðasta – auknum kaupmætti launa.
25. nóv 2013