Fréttasafn

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ

Kyn­bundinn munur í tekjum á efri árum

Kynbundinn launamunur á vinnumarkaði endurspeglast í kynbundnum mun í tekjum á efri árum. Launamunur, umönnunarábyrgð og vanmat á störfum kvenna hafa áhrif á tekjur kvenna út ævina og leiða til minni lífeyrisréttinda, séreignarsparnaðar og lægri fjármagnstekna. Þegar breytingar eru gerðar á almannatryggingakerfinu eða réttindum í lífeyrissjóðum er mikilvægt að huga að því að þær leiði ekki til enn frekari tekjumunar karla og kvenna.
Lesa meira
Skýrsla stjórnar 2025

Skýrsla stjórnar 2025

Meðal efnis skýrslunnar er ítarleg umfjöllun um 47. þing BSRB sem haldið var á starfsárinu, helstu málefni og verkefni formannaráðs, stjórnar og skrifstofu. Þá er farið yfir öll helstu verkefni sem unnin hafa verið frá síðasta aðalfundi sem var í maí 2024. 
Lesa meira
Rauðsokkur gengur fremst með endurgerða Venusarstyttu ásamt forystufólki verkalýðshreyfingarinnar

Rauðsokkur ganga fremst í 1. maí göngunni á Kvennaári

Arfleifð Rauðsokkahreyfingarinnar er allt um lykjandi – og hefur mótað samfélagið okkar á ótal vegu,“ sagði Sonja meðal annars. „Barátta þeirra skilaði okkur auknum réttindum, breytti hugmyndum okkar um réttlæti og gildi samstöðunnar og sýndi okkur að það má vera gaman í baráttunni – og að húmor og myndræn framsetning skila oft meiru en orðasalat og neðanmálsgreinar.“
Lesa meira