Bláskógarbyggð í efsta sæti í könnuninni um Sveitarfélag ársins 2025
Niðurstöður könnunarinnar í ár sýna að heildareinkunn starfsumhverfis sveitarfélaganna hækkar enn og að starfsfólk er almennt mjög ánægt með stjórnendur, starfsanda, jafnrétti og vinnuskilyrði. Launakjör eru þó áfram veikasti þátturinn, þrátt fyrir skýra framför frá fyrri árum. Vinnuskilyrði eru að mestu góð en hljóðvist mælist enn veikasti þátturinn, sérstaklega á leikskólum þó þar sjáist jákvæð þróun. Þá kemur fram að starfsfólk í umönnunar-, gæslu-, öryggis- og eftirlitsstörfum býr við mun minni sveigjanleika í vinnu, til dæmis þegar þarf að skjótast frá vinnu vegna brýnna erinda.
31. okt 2025
Bláskógarbyggð, Sveitarfélag ársins 2025