Við byrjum Kvennaárið á því að hrista okkur saman í dansi og samstöðu. Saman leggjum við grunninn að breytingum á samfélaginu.
Sjáumst í Iðnó 30. janúar kl. 17:00!
BSRB hvetur nýja ríkisstjórn til að setja sér metnaðarfull markmið um framúrskarandi opinbera þjónustu í umsögn í samráðsgátt stjórnvalda. Í umsögninni leggur BSRB áherslu á að hagræðingarkrafa í ríkisrekstri hafi í áratugi leitt til vanfjármögnunar á opinberri þjónustu og félagslegs óstöðugleika. Þess í stað þurfi að fjármagna þjónustuna með markvissri tekjuöflun og hætta viðvarandi niðurskurði sem hefur skaðað gæði þjónustu og starfsaðstæður opinberra starfsmanna.
Í ár er kvennaár á Íslandi. Á fimmta tug samtaka hafa tekið höndum saman um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á það kynjamisrétti sem enn er til staðar. Við ríðum á vaðið með tölfræði um atvinnuþátttöku