Yfirgnæfandi meirihluti félaga í fjórum aðildarfélögum BSRB, í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi, samþykkti boðun verkfalls í atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi. Fyrstu verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 15. maí, náist samningar ekki fyrir þann tíma.
Á hádegi í dag, 28. apríl, hefjast atkvæðagreiðslur um verkfallsaðgerðir BSRB félaga í Hafnafirði, Reykjanesbæ, Ölfus, Árborg, Hveragerði og Vestmannaeyjum.
Á hádegi í dag, miðvikudaginn 26. apríl, hefjast atkvæðagreiðslur um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu ellefu aðildarfélaga BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga.