Annar dagur þings BSRB
Þing BSRB var sett í gær í 44. sinn á Hótel Nordica Reykjavík. Þingið hófst með setningu formanns og síðan flutti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ávarp. Þar fagnaði hann samkomulagi þriggja aðildarfélaga BSRB sem hafði verið undirritað nokkrum klukkustundum áður. Þá afhenti Bjarni formanni BSRB undirritaða viljayfirlýsingu um tilraunverkaefni um styttingu vinnuvikunnar.
29. okt 2015