Flúði frá Bosníu - Nú ráðherra í Svíþjóð
Ræða hinnar sænsku Aidu Hadzialic á þingi Evrópusambands verkalýðsfélaga, ETUC, hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli. Aida er sjálf flóttamaður frá Bosníu sem flúði með fjölskyldu sinni til Svíþjóðar sem barn. Nú er hún ráðherra í sænsku ríkisstjórninni þar sem hún ber m.a. ábyrgð á menntun á framhaldsskólastigi og fullorðinsfræðslu.
01. okt 2015