Baráttufundur á morgun
Baráttufundur SFR, SLFÍ og LL fyrir fyrir bættum kjörum fer fram á morgun, þriðjudag kl. 17:00 í Háskólabíói. Félögin sem um ræðir eru þrjú fjölmennustu aðildarfélög BSRB sem semja við ríkið og fram til þessa hafa stjórnvöld hafnað því að félagsmenn SFR, SLFÍ og LL fái sambærilegar kjarabætur og sérfræðingar og hálaunafólk, sem starfar hjá ríkinu. Þeir sem eru á lægri launum eiga að sætta sig við einungis hluta í stað sambærilegra kjarabóta.
14. sep 2015