Núna kl. 10 hefst samningafundur SFR, SLFÍ og LL með samninganefnd ríkisins. Verði enginn árangur af þeim fundi hefst verkfall SFR og SLFÍ á miðnætti í kvöld.
Fundur samninganefnda SFR, SLFÍ og LL með samninganefnd ríkisins hefur verið boðaður kl. 10:00 miðvikudaginn 14. október næstkomandi, daginn fyrir fyrirhugað verkfall félaganna.
Aðalfundur Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar samþykkti í gær ályktun þar sem ríkisstjórn Íslands er hvött til að klára þegar samninga við aðildarfélög BSRB í samræmi við hækkanir sem aðrir ríkisstarfsmenn hafa þegar fengið.
Formenn SFR, SLFÍ og LL hittu ásamt fjölda félagsmanna Sigmun Davíð forsætisráðherra nú í morgun í stjórnarráðinu í upphafi ríkisstjórnarfundar. Þar afhentu þau ráðherra yfirlýsingu frá félögunum þar sem stjórnvöld voru hvatt til þess að semja áður en verkfall þúsunda ríkisstarfsmanna skellur á.
Félagsmenn í SFR, SLFÍ og LL, þriggja fjölmennustu aðildarfélaga BSRB sem semja við ríkið, hafa ákveðið að safnast saman fyrir framan stjórnarráðið í fyrramálið til að afhenda forsætisráherra yfirlýsingu þess efnis að ekki sé of seint að semja við félögin áður en verkfall SFR og SLFÍ skellur á um miðja næstu viku.
Sameiginleg samninganefnd bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur í samáði við samninganefnd ríkisins ákveðið að vísa kjaraviðræðum aðilanna til ríkissáttasemjara.
Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1 í morgun þar sem hún fór m.a. yfir þá afleiddu stöðu sem aðildarfélög BSRB hafa verið í að undanförnu. Félögin hafa boðað til verkfalls en komast ekki að samningaborðinu með samninganefnd ríkisins þar sem samninganefndin segist vera að bíða eftir útspili frá svonefndum SALEK-hóp sem skipaður er öllum aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum stjórnvalda.
Samningafundi SFR, SLFÍ og LL við samninganefnd ríkisins lauk fyrir stundu. Ljóst er að fjármálaráðherra hefur sent samninganefnd sína án samningsumboðs á fundinn. Hann var því árangurslaus og ekki var boðað til nýs fundar. Staðan í samningaviðræðum félaganna við ríkið er grafalvarleg enda skellur á verkfall hjá félagsmönnum SFR og SLFÍ sem starfa hjá ríkinu þann 15. október ef samningar nást ekki fyrir þann tíma.
Lögreglufélag Eyjafjarðar ákvað á félagsfundi sínum í dag að gefa bæði Sjúkraliðafélaginu og SFR 100.000 krónur hvoru í verkfallssjóð komi til verkfalls félaganna 15. október.
Ríkisstjórn Finnlands hefur kynnt áform um að afnema samningsrétt verkalýðshreyfingarinnar, grípa inn í gerða kjarasamninga og skerða kjör launafólks á fjölmörgum sviðum. Þessi aðgerð mun sérstaklega hafa neikvæð áhrif á láglaunafólk, konur og þá sem starfa utan dagvinnutíma og um helgar.