Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
NFS mótmælir aðgerðum finnsku ríkisstjórnarinnar

NFS mótmælir aðgerðum finnsku ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórn Finnlands hefur kynnt áform um að afnema samningsrétt verkalýðshreyfingarinnar, grípa inn í gerða kjarasamninga og skerða kjör launafólks á fjölmörgum sviðum. Þessi aðgerð mun sérstaklega hafa neikvæð áhrif á láglaunafólk, konur og þá sem starfa utan dagvinnutíma og um helgar.
Lesa meira
Flúði frá Bosníu - Nú ráðherra í Svíþjóð

Flúði frá Bosníu - Nú ráðherra í Svíþjóð

Ræða hinnar sænsku Aidu Hadzialic á þingi Evrópusambands verkalýðsfélaga, ETUC, hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli. Aida er sjálf flóttamaður frá Bosníu sem flúði með fjölskyldu sinni til Svíþjóðar sem barn. Nú er hún ráðherra í sænsku ríkisstjórninni þar sem hún ber m.a. ábyrgð á menntun á framhaldsskólastigi og fullorðinsfræðslu.
Lesa meira
Atvinnuleysi í brennidepli á þingi ETUC

Atvinnuleysi í brennidepli á þingi ETUC

Mikil umræða um stöðu atvinnumála í Evrópu og atvinnuleysi ungs fólks hefur farið fram á þingi ETUC, Evrópusambands verkalýðsfélaga, sem nú stendur yfir í París. Einnig hefur verið fjallað um mikilvægi aukinna fjárfestinga til að skapa fleiri störf um leið og réttindi og kjör launafólks verði varin og þau bætt.
Lesa meira
Þing Evrópusambands verkalýðsfélaga sett

Þing Evrópusambands verkalýðsfélaga sett

Þrettánda þing Evrópusambands verkalýðsfélaga (ETUC) var sett í París í morgun og stendur það fram á föstudag. Yfirskrift þingsins er „Réttlátt samfélag – góð störf og réttindi launafólks“.
Lesa meira
Verkföll í Finnlandi

Verkföll í Finnlandi

Fjöldi launafólks í Finnlandi hefur í dag lagt niður störf til að mótmæla miklum niðurskurði ríkisstjórnarinnar þar í landi. Almenningssamgöngur hafa víða legið niðri og hafnir hafa verið lokaðar svo dæmi sé tekið. Þá hefur þurft að aflýsa nokkrum flugferðum vegna verkfallsins.
Lesa meira
Fullt út úr dyrum á baráttufundinum

Fullt út úr dyrum á baráttufundinum

Félagsmenn BSRB fjölmenntu á baráttufund fyrir bættum kjörum, í Háskólabíói í gær og var fullt út úr dyrum og góður andi í fólki. Það voru SFR, SLFÍ og LL sem stóðu að fundinum en kjaraviðræður umræddra félaga við samninganefnd ríkisins hafa lítið þokast áfram á síðustu vikum.
Lesa meira