SLFÍ samþykkir nýjan kjarasamning
Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Alls greiddu 59,9% þeirra sem voru á kjörskrá atkvæði. Af þeim sem greiddu atkvæði sögðu 96,25% já en 3,30% höfnuðu samningnum. Auðir og ógildir seðlar voru 3.
10. nóv 2015