Staða kjarasamninga BSRB félaga
Fjölmörg aðildarfélög BSRB eiga enn eftir að klára nýja kjarasamninga og eru þó nokkrir fundir fyrirhugaðir milli samningsaðila í dag og næstu daga. Nú þegar hafa Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins og Póstmannafélag Íslands samþykkt nýja kjarasamninga og þá hefur Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum samþykkt nýjan samning fyrir þá starfsmenn sem starfa hjá Orkubúi Vestfjarða. Einnig hefur Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar undirritað kjarasamning við Orkuveituna fyrir starfsmenn St.Rv sem starfa þar. Kjarasamningurinn verður kynntur á næstu dögum og greiddur um hann atkvæði.
10. nóv 2015