
Afvegaleiðing atvinnurekenda
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB stærstu samtaka launafólks á opinberum markaði, segir hagsmunasamtök atvinnurekenda og viðskipta kjósa að eyða tíma og fjármunum í að reyna að afvegaleiða umræðuna til að þjóna hagsmunum fyrirtækja sem hafa það að meginmarkmiði að greiða sér út sem mestan arð. Staðhæfingar þeirra um fjölgun og launaskrið opinberra starfsmanna standist ekki skoðun sé horft til greininga Fjármálaráðuneytisins, Kjaratölfræðinefndar, Hagstofunnar eða BSRB.
13. feb 2023
Sonja Þorbergsdóttir, opinber störf, kvennastéttir