Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ

Konur og menntun

Menntun hefur svo sannarlega skilað auknu jafnrétti, en hún dugir ekki ein og sér til að uppræta kynbundinn launamun eins og vonir stóðu til á síðari hluta 20. aldar. Endurmat á virði kvennastarfa er því mikilvægt skref í átt að auknu launajafnrétti, óháð menntunarstigi.
Lesa meira
BSRB kallar eftir meiri metnaði í opinberum rekstri

BSRB kallar eftir meiri metnaði í opinberum rekstri

Í umsögn BSRB um fjármálaáætlun 2026-2030 er fjármálastefnu ríkissjórnarinnar mótmælt. Til stendur, án rökstuðnings, að draga úr umfangi hins opinbera í hagkerfinu á sama tíma og þarfir almennings eru að aukast og verða flóknari. Horfast þarf í augu við þá staðreynd að skattar hafa verið lækkaðir á undangengnum kjörtímabilum án þess að aflað hafi verið tekna á móti og hefur ríkissjóður því verið rekinn með halla um árabil. BSRB hvetur ríkisstjórnina til að afla frekari tekna til að tryggja að ríkið geti sinnt meginverkefnum sínum sem eru að halda uppi öflugu velferðarkerfi þar sem öll búa við örugga framfærslu, framúrskarandi heilbrigðis- og félagsþjónustu, menntun, jafnrétti og öryggi óháð búsetu og efnahag ásamt innviðafjárfestingu.
Lesa meira
Vinnueftirlitið stendur fyrir átakinu: Tökum höndum saman: Grípum til aðgerða gegn áreitni og ofbeld…

Nýtt átaksverkefni Vinnueftirlitsins gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu

Vinnueftirlitið hefur sett af stað nýtt verkefni sem miðar að því að styðja vinnustaði í baráttunni gegn kynferðislegri áreitni. Verkefnið heitir Grípum til aðgerða gegn kynferðislegri áreitni og felur í sér hagnýtt fræðsluefni og verkfæri sem vinnustaðir geta nýtt sér til að bregðast við og vinna markvisst gegn slíku háttalagi.
Lesa meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands og …

Ný sókn í húsnæðismálum

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB undirrituðu viljayfirlýsingu í morgun þess efnis að skoða nýjar leiðir til þess að auka framboð og hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík og þannig stuðla að auknu jafnvægi á fasteignamarkaði.
Lesa meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ

Laun kvenna og karla

Gjarnan er því haldið fram að munur á atvinnutekjum karla og kvenna skýrist fyrst og fremst af lengri vinnutíma karla. Það er ekki rétt, skýringarnar eru miklu fleiri og flóknari. Reyndar gefur þessi röksemdafærsla í skyn að karlar hafi dregið styttra stráið og þurfi að vinna meira en konur.
Lesa meira
Stöðugleikaregla verður ekki innleidd án sjálfbærni ríkisfjármála

Stöðugleikaregla verður ekki innleidd án sjálfbærni ríkisfjármála

BSRB hefur skilað inn umsögn í samráðsgátt um áform fjármála- og efnahagsráðherra um innleiðingu stöðuleikareglu í lög um opinber fjármál. Reglunni er, eins og nafnið gefur til kynna, ætlað að stuðla betur að stöðugleika en BSRB bendir á að til að svo geti orðið þurfi rekstur ríkissjóðs að vera sjálfbær þegar reglan er innleidd.
Lesa meira