Norræna rannsóknastofnunin um kyn og margbreytileika, NIKK hélt ráðstefnu um stöðu trans fólks á vinnumarkaði. Ráðstefnan var haldinn í kjölfar útgáfu skýrslu um stöðuna á öllum Norðurlöndunum. Farið var í verkefnið að frumkvæði Íslands þegar Ísland fór með formennsku í ráðinu.
Framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 kynnti sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum þann 24. október síðastliðinn, nákvæmlega einu ári eftir Kvennaverkfall og stærsta baráttufund Íslandssögunnar. Að viðburðinum stóðu tugir samtaka femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks.
Í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem fram fór í Reykjavík í lok október, var haldinn sérfræðingafundur með þátttakendum frá Norðurlöndunum og Þýskalandi þar sem fjallað var um launajafnrétti og virðismat kvennastarfa.
Framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 kynnir sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum, nákvæmlega einu ári eftir Kvennaverkfall og stærsta baráttufund Íslandssögunnar á undan frumsýningu heimildamyndarinnar The Day Iceland Stood Still - Dagurinn sem Ísland stöðvaðist eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur um Kvennafrídaginn 1975.
Efnahagsmálin hafa verið okkur ofarlega í huga vegna hárrar verðbólgu og vaxta. Þrengt hefur verulega að heimilunum, það fjölgar í þeim hópi sem ekki nær endum saman og stéttskipting eykst. Á sama tíma er fámennur hópur í samfélaginu sem græðir á þessu ástandi. Það blasir við okkur neyðarástand þegar horft er til félagslegrar stöðu fjölmennra hópa samfélagsins og félagslegra innviða.
Það kom bersýnilega í ljós á ráðstefnunni að Ísland er komið lengst landa á Norðurlöndum í umræðu um styttingu vinnuvikunnar. Þó eru einstök stéttarfélög þar, sérstaklega í Svíþjóð, farin að setja fram kröfur um styttri vinnuviku.