Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki um­ræðu

Jafnframt er ljóst að hverfa verður frá þeirri hugmyndafræði að líta beri á íbúðakaup almennings fyrst og fremst sem fjárfestingu. Við höfnum þeirri sýn peningamanna til fólksins í landinu að það sé fyrst og fremst fjárfestar á markaði. Heimili er ekki fjárfesting. Heimili er þak yfir höfuðið; grunnþörf fólks og réttur. Það er samfélagslegt verkefni að standa vörð um þann rétt og uppfylla þá þörf. Til þess að það megi takast verða stjórnmálamenn að axla þá ábyrgð sem fylgir því þjónustustarfi sem þeir sækjast eftir.
Lesa meira
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Samfélag á krossgötum

Við stöndum á krossgötum. Nú þarf að hefja uppbyggingu í kjölfar tímabils sem hefur einkennst af viðbragði við óvæntum áskorunum eins og Covid, eldgosum og í kjölfarið verðbólgu og háum vöxtum. Hefja þarf uppbyggingu félagslegra innviða og tryggja velferð og öryggi fyrir öll. Valkostirnir sem stjórnmálaflokkarnir hafa teiknað upp skiptast í megindráttum í tvennt; enn frekari einstaklingshyggja eða aukin samstaða og félagshyggja. Það verður því meira að komast að í umræðunni en verðbólga og vextir enda kosið til fjögurra ára.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?