
Nýr dómur Félagsdóms um rétt til launa í veikindum
Í gær staðfesti Félagsdómur þá túlkun sem BSRB og önnur heildarsamtök launafólks hafa haldið fram um rétt til launa í veikindum vegna fyrri þjónustualdurs hjá hinu opinbera. Álitamálið varðaði grein 12.2.1 sbr. grein 12.2.5 í kjarasamningi Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga um mat á ávinnslu veikindaréttar þegar viðkomandi hefur skipt um starf.
06. mar 2025
Dómur, veikindaréttur