Sonja Ýr Þorbergsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára á 47. þingi BSRB. Þriggja daga þingi BSRB sem fram fór í Reykjavík lauk um miðjan dag. Yfirskrift þingsins var Afl í þágu almennings.
Rannsóknir Dalgrehn og Pelling sýna svart á hvítu að með aukinni einka- og arðvæðingu hefur heilbrigðisþjónustan í Svíþjóð orðið dýrari, gæði hennar hafa versnað og ójafnrétti aukist á kostnað þeirra sem eru hvað mest veikir og þurfa helst á þjónustunni að halda.
„Nú snúum við píramídanum við – við knýjum fram áherslur á þarfir fjöldans en ekki forréttindahópa“ - sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB m.a. í ræðu sinni.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar skrifar grein í Vísi um aðgerðarleysi stjórnvalda. Þar segir meðal annars að meirihluti launafólks hefur lagt sitt af mörkum til að tryggja stöðugleika með gerð hóflegra kjarasamninga. Fjármagnseigendur og stóreignafólk hafa hins vegar ekkert lagt til.
Í tilefni af útgáfu bókarinnar Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu; hætturnar við arðvæðingu og einkavæðingu í heilbrigðisrekstri og leiðir að bættu rekstarumhverfi í þágu samfélagsins, standa ASÍ, BSRB og ÖBÍ að málþingi í Eddu - Húsi Íslenskunnar, fimmtudaginn 12.9.2024.
Með þjónustuskerðingu er vandinn ekki leystur heldur fluttur til annarra hópa og bitnar það verst á þeim sem ná ekki endum saman, hafa lítið bakland, geta ekki minnkað við sig vinnu og þurfa þá að borga hærri leikskólagjöld.